Sundahöfn: bátaupptökuaðstaða tekin í notkun

Frá aðstöðunni við Sundahöfn. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.

Fyrsti báturinn er kominn inn í nýja dokku við Sundahöfn á Ísafirði næst Steypustöðinni. Hægt er að sigla bátunum þangað inn og síðan er hægt að hífa þá upp með krana eða vinna í þeim á floti. Vélsmiðjan Þrymur hefur haft áform um að koma þar fyrir upptökumannvirkjum sem geta híft allt að 160 tonnum.

Með þessari aðstöðu batnar stórlega aðstaða fyrir sportbáta á Ísafirði og jafnvel tvíbytnur sem notaðar eru til að þjónusta laxeldið. Einn sportbátaeigeandi sem Bæjarins besta ræddi við sagði að þetta væri stórkostleg búbót fyrir svæðið.

DEILA