Strandabyggð – Sveitarstjórn einhuga um niðurstöðu minnisblaðs KPMG

Áður hef ég fjallað um fyrsta dagskrárlið sveitarstjórnarfundar 1369 í Strandabyggð sem fram fór 8. október sl. Dagskrárliður númer fjögur var ekki síður áhugaverður.  Fjallað var um minnisblað KPMG vegna greiðslna til Jóns Jónssonar og tengdra stofnana/fyrirtækja.

Þorgeir Pálsson vék af fundi undir þessum lið og varamaður T lista, Grettir Örn Ásmundarson tók sæti á fundinum. Fulltrúar T lista lögðu fram bókun þar sem ekki er tekin afstaða til efnis minnsblaðs KPMG og ekki er talið tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu sveitarstjórnar. Sjá fundargerð hér.

Í kjölfarið leggja fulltrúar A lista fram eftirfarandi bókun:

„Við fögnum niðurstöðu í Minnisblaði KPMG um greiðslur til Jóns Jónssonar og tengdra stofnanna og fyrirtækja. Við hörmum að til þessarrar úttekar hafi þurft að koma. Í úttekinni er Jón hreinsaður af öllum ásökunum oddvita Strandabyggðar, Þorgeirs Pálssonar og eiginkonu hans, Hrafnhildar Skúladóttur. Þessi niðurstaða staðfestir það sem áður hafði komið fram m.a. í stjórnsýsluskoðun sem gerð er samhliða endurskoðun reikninga Strandabyggðar. Við sjáum ekki annað í stöðunni en að þau hjón biðjist afsökunar á röngum ásökunum á hendur Jóni Jónssyni og hvetjum þau eindregið til að gera það.“

Bókun A lista gengur alla leið í að staðfesta skilning sveitarstjórnar á niðurstöðu minnisblaðsins og jafnframt er staðfest álit sveitarstjórnar að Jón Jónsson sé hreinsaður af öllum ásökunum Þorgeirs Pálssonar og Hrafnhildar Skúladóttur. Auk þess eru þau hjón hvött til að  biðjast afsökunar á röngum ásökunum á hendur Jóni Jónssyni.

Það sem nú gerist er að allir fulltrúar T lista, Óskar Hafsteinn Halldórsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson taka heilshugar undir bókun A-lista og er þar með sveitarstjórn öll sammála í túlkun sinni á niðurstöðum minnisblaðs KPMG og hvað þurfi að aðhafast í kjölfarið.

Nú þykir mér tíra! Erum við að sjá hnökra í meirihlutasamstarfi T listans? Að minnsta kosti horfa málin þannig við þegar þessi atburðarrás er skoðuð. Sá grunur gæti læðst að manni að bókun T listans hafi verið runnin undan rifjum Þorgeirs sjálfs, enda orðalgið þannig að hún valdi honum sem minnstum óþægindum. Svo þegar Þorgeir er ekki til staðar (hann vék af fundi undir þessum lið) og aðrir fulltrúar tjá sig frjálst og óhindrað, þá kemur þeirra afstaða í ljós og þau eru sammála fulltrúum A listans.

Þessu ber að fagna. Kannski er viðsnúningur framundan og vonandii sjá fulltrúar T listans sem tóku þátt í þessari afgreiðslu, sér leik á borði að ræða nánar við fulltrúa A listans um frekara samstarf og samvinnu í stjórn sveitarfélagsins. Mig grunar líka að þau hafi ekki verið sátt við ósannindi og ásakanir sem Þorgeir og Hrafnhildur hafa borið á Jón Jónsson og ömurlegt að vera undir sömu sök seldur þegar það er ekki manns raunverulega afstaða.

Með von um bjartari daga,

Andrea K Jónsdóttir, athafnakona

DEILA