Einkahlutafélagið Skógur ehf á Ísafirði skilaði 1.848 m.kr. hagnaði á árinu 2023. Söluhagnaður af hlutabréfum varð 1.829 m.kr. Ekki kemur fram í hvaða félögum selt var en telja má víst að um sé að ræða hagnað af sölu hlutabréfa í Kerecis.
Eignir félagsins voru í árslok 2.293 m.kr. og skuldir aðeins 8 m.kr. Helstu eignir voru markaðsverðbréf að fjárhæð 835 m.kr. og handbært fé 958 m.kr.
Greiddur var 36 m.kr. arður á árinu 2023 og er lagt til að af afkomu 2023 verði greiddur arður á árinu svo sem lög leyfa.
Eigendur eru að jöfnu Gísli Jón Hjaltason og Anna Kristín Ásgeirsdóttir.