Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

Sam­starfs­verk­efni Nettó og Ljóss­ins hef­ur skilað sjö millj­ón­um króna, sem renna nú óskipt til end­ur­hæf­ing­ar fólks með krabba­mein. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Nettó um átak í sam­starfi við Ljósið.

Þetta er annað árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til sam­starfs í júlí­mánuði, und­ir heit­inu „Kveikj­um Ljósið í júlí“ en í fyrra söfnuðust fimm millj­ón­ir kr.

Í ár var það mynd­list­ar­kon­an Unn­ur Stella Ní­els­dótt­ir, eig­andi Start Studio, sem hannaði lista­verk fyr­ir átakið. Verk Unn­ar Stellu er af kaffi­hlaðborði og ber heitið Skína. Prýddi það sund­tösku sem seld var í versl­un­um Nettó auk þess sem selt var sér­hannað Jenga-spil. 

Auk þess seldi Nettó kló­sett­papp­ír og safa þar sem ágóði söl­unn­ar rann til átaks­ins. Átakið gekk sem fyrr seg­ir von­um fram­ar og söfnuðust sjö millj­ón­ir króna. Þá mun sá varn­ing­ur sem enn er óseld­ur vera til sölu hjá Ljós­inu í vet­ur og all­ur ágóði áfram renna til stuðnings við Ljósið.

DEILA