Rjúpnaveiðitímabilið hefst á föstudag

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 25. október og er veiði heimil föstudaga til þriðjudaga (báðir dagar meðtaldir) innan veiðitímabils. Því er ekki heimilt að veiða miðvikudaga og fimmtudaga.

Veiðidagar eru heilir (það má veiða allan daginn). Hafa ber í huga að sala á rjúpu er bönnuð. Upphaf þessa tímabils mætti sennilega flokka sem byrjun á undirbúningi jólanna á einhverjum íslenskum heimilum þar sem Rjúpan er ómissandi partur að jólamatnum. 

Rétt er að taka fram að enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Jafnframt má enginn fara á veiðar nema hafa gilt skotvopnaleyfi og hafa meðferðis gilt veiðikort.

Þá eru skotveiðimenn einnig hvattir til að kynna sér vel aðstæður og mikilvægt að hafa í huga að enginn ætti að fara á fjall nema aðrir séu upplýstir um líklega tímaáætlun og ferðatilhögun.

DEILA