Raðhús byggð á Reykhólum

Í gær afhenti Tekta ehf. Reykhólahrepp nýreist raðhús, með fjórum 55míbúðum. Húsið er frágengið að utan og verður hafist handa við að innrétta í beinu framhaldi.

Annað raðhús er leigufélagið Bríet að reisa örskammt frá. Þar er einnig um að ræða 4 íbúðir, um 90m2 hver.

Loks er svo Brák íbúðafélag að hefja byggingu raðhúss. Þar er unnið að uppstillingu „legokubba“, plasteininga sem sökklar hússins eru steyptir í , eins og undir fyrri húsin.

DEILA