Óbyggðanefnd: landeigendur unnu

    Sérstök Óbyggðanefnd var að úrskurða í máli sem ríkið höfðaði fyrir nefndinni um eignarrétt á landi austan og sunnan Drangajökuls. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins krafðist þess að það yrði úrskurðað þjóðlenda en eigendur Ófeigsfjarðar og Engjaness töldu landssvæðið vera hluta af jörðum sínum. Niðurstaða hinnar sérstöku Óbyggðanefndar er að umrætt land sé eignarland eða að „Ekki eru þjóðlendur á landsvæðinu sem fjallað hefur verið um í máli þessu“ eins og segir í úrskurðarorðum.

    Úrskurðurinn hefur áhrif á væntanlega Hvalárvirkjun. Eigendur jarðanna hafa samið við Vesturverk ehf um virkjunarréttindin og ef svæðið hefði verið úrskurðað þjóðlenda hefði þeir samningar verið í uppnámi.

    Vesturverk ehf blandaði sér í málið sem aðili til að gæta hagsmuna sinna og um þetta segir sérstaka óbyggðanefndin „Það svæði sem kröfur Vesturverks ehf. lúta að telst til eignarlands samkvæmt þeirri niðurstöðu nefndarinnar“

    Verður ekki annað séð að með þessum úrskurði hafi þessari hindrun verið rutt úr vegi fyrir Hvalárvirkjun.

    DEILA