Neyðarlínan brást

Púttbrautin er við Sjúkrahúsið á Ísafirði.

Það atvik varð á Ísafirði á loka Púttmóti Kubba 24. september að það leið yfir einn keppanda. Þeir sem voru með honum á vellinum hringdu strax í Neyðarlínuna eftir sjúkrabíl og síðan aftur korteri seinna en aldrei kom bíll.

Keppandinn rankaði við sér og var að lokum keyrður í hjólastól frá Hlíf yfir á sjúkrahús þar sem hann var lagður inn yfir nótt.

Haft var samband við sjúkraflutningana á Ísafirði og þá kom í ljós að það kom aldrei boð vestur frá Neyðarlínunni, í hvorugt skiptið.

Bæjarin besta hafði samband við Sigurð A. Jónsson, slökkviliðsstjóra vegna þessa máls og í svörum hans kemur fram að atvikið hafi verið rannsakað hjá Neyðarlínunni, „niðurstaðn er að um mannleg mistök er að ræða. Mjög mikið var að gera hjá Neyðarlínu á þessu tíma og fór þetta símtal aldrei í þann ferli sem það átti að gera.“ segir í svarinu.

Beðið er svara frá Neyðarlínunni þar sem óskað er eftir skýringum.

DEILA