Lög frá Ísafirði: ný bók með 37 lögum

„Lög frá Ísafirði“ er bók sem kemur út á næstu dögum. Í bókinni eru laglínur, textar og hljómar að 37 lögum frá Ísafirði, eftir Ísfirðinga eða tengd Ísafirði eða nærsveitum nánum böndum. Öllum lögum fylgir stuttur inngangur auk þess sem bókina prýða ljósmyndir Hauks Sigurðssonar úr þessum mikla tónlistarbæ. Ritstjóri og útgefandi er Gylfi Ólafsson, sem einnig tölvusetti stærstan hluta nótnanna.

Lögin eru misgömul og misþekkt, eftir höfunda á öllum aldri frá ýmsum tímum, þau nýjustu frá því í ár. Fæst laganna hafa birst á prenti áður og sum ekki einu sinni verið hljóðrituð. Fjögur laganna heita til dæmis „Ísafjörður“.  

Á útgáfuhófinu 27. október kl. 16:00 í Edinborgarhúsinu geta áhugasamir keypt eintak, bæði fyrir sig og í jólapakkann. Nokkrir höfundar munu einnig stíga á stokk og flytja lög sín, og mun það koma í ljós betur þegar nær dregur.

Viðburðurinn er hluti af Veturnóttum. Útgáfan var styrkt af nótnasjóði STEFs og samfélagssjóði Orkubús Vestfjarða.

Efnisyfirlit

1.12.87 (Rúnar Þór)
Aftur heim (Skúli mennski)
Á Seljalandsdal (Haraldur Ólafsson)
Ég er feimið fjall (Villi Valli, Egill Ólafsson)
Fljótavík (BG, Ásthildur C. Þórðardóttir)
Gamlar glæður (Salóme Katrín)
Gott að sjá þig (Halldór Smárason, Stígur Berg Sophusson)
Gúanóstelpan (Mugison, Rúna Esradóttir, Ragnar Kjartansson)
Gömul stef (Sammi rakari, Þorsteinn Eggertsson)
Hafið eða fjöllin (Óli popp)
Heima (Sammi rakari)
Hringrás lífsins (Rúnar Þór, Ómar Ragnarsson)
Húsið og ég (Grafík)
Ibizafjörður (Hermigervill)
Í faðmi fjallanna (Helgi Björns)
Í vöggu lista (Halldór Smárason, Steinþór Bjarni Kristjánsson)
Ísafjörður (Ég man þig fjörðinn fríða) (Sammi rakari, Ólína Þorsteinsdóttir)
Ísafjörður (Í faðmi fjalla blárra) (Jónas Tómasson eldri, Guðmundur skólaskáld)
Ísafjörður (BG, Guðmundur skólaskáld)
Ísafjörður (Mitt í fjallanna fangi) (Bragi Valdimar Skúlason)
Jólakvöld (Svanhildur Garðarsdóttir)
Kvöld (Villi Valli, Pétur Bjarnason)
Lóan (Jón Hallfreð Engilbertsson)
Minnisvísa um fjarðanöfn í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum (Ingvar og Gylfi)
Páskalagið (Ingvar og Gylfi)
Sólarpönnukökur (Gylfi Ólafsson)
Stingum af (Mugison)
Strollan (Höfundar óþekktir)
Sætt og sykurlaust, smáverk fyrir píanó (Hjálmar H. Ragnarsson)
Tíska í fatnaði (Guðrún María Johansson, Birkir Friðbertsson)
Um vor (Svanhildur Garðarsdóttir)
Vestfirsku Alparnir (BG, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir)
Vestfjarðaóður (Herbert Guðmundsson)
Vorkoman (BG, Jón Hallfreð Engilbertsson)
Vögguvísur (Sædís Ylfa Þorvarðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir)
Þegar fuglarnir eru sofnaðir (Villi Valli, Sara Vilbergsdóttir)
Þú gerir ekki rassgat einn (Bragi Valdimar Skúlason)

DEILA