Ljósvíkingar: aðsóknin komin yfir 12.000 manns

Jódís Skúladóttir, alþm.

Aðsóknin í Reykjavík að vestfirsku kvikmyndinni Ljósvíkingar er komin yfir 12.000 manns segir Snævar Sölvi Sölvason handritshöfundur og leikstjóri.

Í fyrradag var vakin athygli á því á Alþingi að eitt inntak myndarinnar er endurgerð báta og segir Snævar það styðjast við baráttu Jóns Sigurpálssonar fyrir bátunum hér fyrir vestan.

Það var Jódís Skúladóttir alþm. sem tók málið upp og sagði hún að í myndinni væri sagður sannleikurinn um stöðu bátaarfsins. Verndun og varðveisla báta og skipa væri hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Það væru ómetanleg menningarverðmæti í sjávarútvegi og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á tuttugustu öld. En menningararfurinn grotanði niður í fjörum landsins vegna vanrækslu og fjárskorts og sagði Jódís hjákátlegt væriað kalla okkur menningaþjóð.

Vakti hún athygli á tillögu til þingsályktunar sem hún og sjö aðrir alþingimenn hafa flutt á Alþingi um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins.

Þar er lagt til að fela ríkisstjórninni að móta framtíðarstefnu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfs Íslendinga.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að árið 2022 hafi fornminjasjóður veitt fjóra styrki til vegna uppgerðar skipa og báta, voru það verkefnin Endurbyggjum Bryndísi, 2,5 millj. kr., Viðgerð og uppgerð Sumarliða, 1,67 millj. kr., Vigurbreiður, 1,35 millj. kr., og Eljan frá Nesi, 900.000 kr. Samtals er fjárhæðin um 6,4 m.kr. af 66,8 m.kr. úthlutuðum styrkjum það ár.

Frá frumsýningu Ljósvíkinga á Ísafirði.

DEILA