Könnun Maskínu: mikil dreifing fylgis í Norðvesturkjördæmi

Fylkið dreifist verulega milli flokkanna í Norðvesturkjördæmi og eiga átta flokka mökuleika á að fá mann kjörinn í næstu Alþingiskosningum samkvæmt októberkönnun Maskínu sem Morgunblaðið greindi frá í gær.

Samkvæmt könnuninni fengju sex flokkar kjördæmafjörinn þingmann, einn hver. Það eru Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins.

Ekki langt undan eru Viðreisn og Píratar og virðast þeir eiga möguleikaa.

Vinstri grænir og Lýðræðisflokkurinn eru hins vegar alllangt frá því að eygja möguleika á kjördæmakjörnum þingmanni.

Ekki eru birtar fylgistölur en samkvæmt súluriti sem fylgir með fréttinni í Morgunblaðinu fengi Miðflokkur 16% atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 15%, Framsókn 13%, Samfylking 12%, Sósíalistaflokkur 9,5%, Flokkur fólksins 9%, Viðreisn 8%, Píratar 7% og Lýðræðisflokkurinn og Vinstri grænir 4% hvor.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.772, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Könnunin fór fram dagana 2. til 18. október 2024.

DEILA