Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var að fá til afnota körfubíl/stigabíl. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánar slökkviliðinu bíl í nokkra mánuði.
Bíll þessi er árgerð 1999 og fer í 32m hæð yfir jörð en sá gamli komst í 21m hæð.
Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri segir að bíllinn sé í prófunum þessa viku og allt líti vel út.
Körfubíll slökkviliðs Ísafjarðarbæjar verður auglýstur til sölu innan skamms og verður óskað eftir verðtilboðum.
