Ísafjörður: gáfu teikningar af Fjarðarstræti 27

Frændurnir Einar S. Einarsson, Einar Kárason og Einar Karl Kristjánsson gáfu Byggðasafni Vestfjarða ekki aðeins meira en aldargamla muni, kúfisksting gamlan og sjóferðabók frá Ísafjarðardjúpi heldur komu þeir einnig með teikningar af Fjarðarstræti 27,æskuheimili Einars S.

Hann segir að viss eftirsjón sé af þessu húsi því hærra risið mun hafa verið gamli Eyrarbærinn, sem síðar var byggt við á báðar hliðar.

Tússteikning Svölu Sóleygar frá1967.

Einar Kárason við minnismerki afa síns í föðurætt Gunnars Andrew Jôhannessonar skátaforingja, sem stendur við Dyngju, í Dagverðardal, sem hann heimsótti í ferðinni í síðustu viku. 

DEILA