Ísafjarðarbær: tendrun jólaljósa ákveðin

T.Í. hefur komið að tendrum jólaljósanna með margvíslegum hætti og má hér sjá Lúðrasveitina leika fyrir gesti 2016.

Menningarmálanefnd hefur samþykkt að jólaljós á jólatrjám í Ísafjarðarbæ verði:

23. nóvember, laugardagur: Suðureyri
24. nóvember, sunnudagur: Þingeyri
30. nóvember, laugardagur: Ísafjörður
1. desember, sunnudagur: Flateyri

Samráð verður haft við hverfisráð á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri um fyrirkomulag tendrana. Á Ísafirði hefur fjáröflunarnefnd 10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði komið af fullum krafti inn í torgsölu á Silfurtorgi síðustu tvö ár og mun sá háttur vera á áfram.

DEILA