Ísafjarðarbær: Skrefagjald frá 1. október

Vinnuaðstæður sorphirðufólks geta oft verið snúnar og er 10 m viðmiðið liður í að bæta úr því eins og kostur er.

Frá og með 1. október 2024 verður innheimt svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Ísafjarðarbæ er heimilt að innheimta skrefagjald ef draga þarf sorpílát lengra en 10 metra að lóðarmörkum til losunar í hirðubíl.

Þessar breytingar voru samþykktar í bæjarstjórn í september 2023 en ákveðið að fresta innleiðingu ákvæðisins til að gefa íbúum sumarið í sumar til að bregðast við ef breytingarnar kalla á verklegar framkvæmdir.

Tilgangur þessarar breytingar er fyrst og fremst að bæta vinnuaðstæður sorphirðufólks og stytta þann tíma sem tekur að losa heimilissorp. 

Skrefagjaldið er samkvæmt gjaldskrá 50% álag á hvert ílát sem þýðir að hefðbundið 240 lítra ílát fyrir almennan úrgang með innra hólfi fyrir lífrænan úrgang hækkar úr 25.700 kr. á ári í 38.550 kr. á ári eða um 12.850 kr á ári.

DEILA