Bæjarráð leggur til að hækka fjárveitingu í fjárhagsáætlun ársins til snjómoksturs um 25 m.kr.
Fram kemur í skýringum að kostnaðurinn frá janúar til maí hafi verið 65 m.kr. og að gildandi áætlun hafi verið vanáætluð um 15 m.kr. á þessu tímabili.
Ólíklegt er talið að ekki snjói fyrir áramót og er því óskað eftir 10 m.kr. til að geta brugðist við snjókomu á haustmánuðum.
Kostnaðinum er mætt með lækkun á handbæru fé.
Framlög til HSV lækkuð um 20 m.kr.
Bæjarráð leggur einng fram tillögu um breytingar á fjárveitingu til íþróttamála. Framlag til HSV er lækkað um 20 m.kr. þar sem um áramótin var samningur við HSV endurnýjaður og við það lækkaði styrkur til þeirra sem nemur rekstri skrifstofu og íþróttaskóla, en á móti hækka þrír liðir um sömu fjárhæð.
Íþróttaskólinn var rekinn á vormánuðum og nam kostnaðurinn 5,7 m.kr. Kostnaður vegna íþróttasvæðið hækkar um 8,5 m.kr. og er það einkum vegna snjómoksturs og loks lækka styrkir nefna um 6 m.kr., þar af 1,8 m.kr. vegna golfsvalla og 1,2 m.kr. vegna skíðasvæðis. Liðurinn aðrar hátíðir hækkar um 1 m.kr.