Skipulagsstofnun staðfesti, 24. október 2024, breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem samþykkt var í bæjarráði 19. ágúst 2024.
Í tillögunni felst breyting á íbúðarbyggð Í9 og litlum hluta opins svæðis til sérstakra nota í 8,2 ha frístundabyggð F21. Ráðgert er að á reitnum verði 45 frístundahús til sölu og útleigu.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.