Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar féllst ekki á tillögu menningarmálanefndar sem lagði til að bæjarstjórn samþykkti aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2025, og nefndin lagði auk þess sérstaka áherslu á að setja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaáætlun að ganga eftir.
Bæjarstjónin samþykkti þess í stað að vísa tillögum í aðgerðaráætluninni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár. Hver afdrif tillagnanna verða kemur ekki í ljós fyrr en þá.
Meðal tillagnanna er að unnið verði að endurbótum á Safnahúsinu, auka við opnun í Safnahúsi á stórum skipadögum, að menningarstofnanir hafi fjármagn í viðburði og sýningar, bætt aðgangi á Byggðasafni með stígum og ljósum og setja upp rafdrifnar hurðir og rampa í Jónshúsi Neðstakaupstaðar.