Innanlandsflutningar: 43 fluttu frá Vestfjörðum í ágúst en 33 fluttu vestur

Höfuðborgarsvæðið dregur flesta út af Vestfjörðum í ágúst sl.

Þjóðskrá hefur birt tölur um innanlandsflutninga í ágústmánuði. Í mánuðinum fluttu 120 manns lögheimili sitt frá Vestfjörðum. Þar af fluttu 77 til annars staðar á Vestfjörðum og því voru það 43 sem fluttu sig út af fjórðungnum.

Litlu færri eða 110 manns fluttu sig til Vestfjarða og að frátöldum þeim 77 sem fluttu frá öðrum stað á Vestfjörðum þá komu 33 til fjórðungsins annars staðar frá.

Brottflutningurinn frá Vestfjörðum er að langmestu leyti til höfuðborgarsvæðisins. Þangað fluttu 28 af þeim 43 sem fóru. Sjö fluttu til Norðurlands eystra og sex til Vesturlands.

Til Vestfjarða komu 15 frá höfuðborgarsvæðinu af þeim 33 sem fluttu vestur og 11 komu frá Suðurnesjum. Samtals komu 26 af suðvesturhorni landsins. Sex komu frá Suðurlandi.

DEILA