Halla Signý: stjórnarslitin vonbrigði

Halla Signý Kristjánsdóttir alþm.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm. (B) segir það staðreynd að stjórnarsamsamstarfið hafi ekki gengið vel síðustu mánuði og ekki gengið eins vel að brúa ágreiningsmál eins og á fyrra kjörtímabili. „En það eru vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér fylgjast að lengra inn í bataferli í efnahagsmálum og slíta samstarfinu. Forsætisráðherrann nefndi sérstaklega efnahagsmál, orkumál og útlendingamál. Það eru þau málefni sem sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið síðustu 10 ár. En ekki skal gráta Bjarna bónda heldur safna liði og Framsókn göngum tilbúin til kosninga til að endurnýja umboðið.“

Um hvað verður kosið?

„Sem fyrr horfir Framsókn til þess að ná niður verðbólgu. Það hefur verið uppbygging og fólksfjölgun í öllum landshlutum nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að byggðamálum til að fylgja því eftir.“

Hvað er mikilvægt fyrir Vestfirðinga?

„Ná niður verðbólgu og vaxtastigi er mikilvægt fyrir alla landsmenn. Vestfirðir eru í uppbyggingafasa, samgöngubætur hafa verið miklar á síðustu tveimur kjörtímabilum en það eru næg verkefni eftir það er áfram mikilvægt að vinna að þeim, bæta afhendingaröryggi raforku og bæta umgjörð um fiskeldið. þá er ég að horfa á stöðugra umgjörð um leyfisveitingamál og umhverfismál og að samfélögin njóti sanngjarnari ávinnings af gjaldtökunni.“

DEILA