Gyfi Ólafsson nýr formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga

    Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga: Gylfi Ólafsson, nýr formaður, Tryggvi Bjarnason, Dagný Finnbjörnsdóttir, Magnús Ingi Jónsson og Hildur Aradóttir. Mynd: Vestfjarðastofa.

    Kosið var til stjórnar og varastjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga til næstu tveggja ára á Fjórðungsþingi sem haldið var á Laugarhóli í Bjarnarfirði um helgina.

    Gylfi Ólafsson, Ísafjarðarbæ, var kjörinn nýr formaður, en Jóhanna Ösp Einarsdóttir sem hefur verið formaður undanfarin fjögur ár, lætur af störfum.

    Ný í stjórn eru einnig Hildur Aradóttir, Kaldrananeshreppi og Tryggvi Bjarnason, Vesturbyggð. Fyrir voru í stjórn Magnús Ingi Jónsson, Bolungavík og Dagný Finnbjörnsdóttir, Ísafirði og voru þau kosin áfram. Sem nýr varamaður kemur inn Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, Vesturbyggð.

    DEILA