Gefum íslensku sjens: vantar verkefnisstjóra

Fræðslumiðstöð Vetsfjarða leitar að verkefnisstjóra fyrir átakinu Gefum íslensku sjens. Um er að ræða 50% starf. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson hefur gegnt starfinu að miklum áhuga en stefnir að því að láta af störfum í lok janúar á næsta ári.

Starfið felur í sér umsjón með átakinu og skipulagningu viðburða. Vegamikill þáttur er hugmyndavinna og þróun verkefnisins, ásamt því að hafa umsjón með viðburðum og gerð efnis í ýmsu formi sem líta mun dagsins ljós í nafni átaksins.

Þetta er áhugavert starf fyrir þá sem vilja vinna með íslenskt tungumál, inngildingu, samfélagslega ábyrgð og félagslega virkni í fjölmenningarlegu samfélagi. Verkefnastjóri þarf að geta unnið sjálfstætt og í hóp, vera framsækinn og búa yfir frumkvæði. Nánari upplýsingar má fá í gegnum saedis@frmst.is.

Starfið er til eins árs eða 31. janúar 2026.

Umsóknarfrestur er til og með 15.11.2024.

DEILA