Gallerí úthverfa: Maria Möller

Ævarandi ljós / Perpetual Light

11.10. 2024 –

Á ganginum í Neista / In Neisti shopping mall.

Föstudaginn 11. október kl. 16 opnar bandaríska listakonan Maria Möller sýningu á ganginum í Neista á Ísafirði. Sýningin ber heitið ÆVARNANDI LJÓS / PERPETUAL LIGHT  og stendur eins lengi og óskað er. Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar þar sem boðið verður uppá léttar veitingar og spjall. 

Ævarandi ljós: Maria Möller með Önnsku, Sofiu, Úlfi, Möttu, Ásgeiri, Huldu, Fjölni, Írisi, Guðrúnu, Matta, Ómari, Elmu, Gunnari og Gumma.

Þegar sumrinu lýkur og veturinn nálgast kemur ókunnugur maður niður úr fjöllunum á flótta undan myrkrinu. Ísafirðingar bjóða þeim ókunnuga inn og gefa til kynna með fánum að það sé óhætt, að hér sé ljós samfélagsins til staðar.

Þessar 15 myndir spanna tvær vikur fyrir og eftir haustjafnvægur – daginn þar sem dagur og nótt eru jafn löng. Á hverjum degi var mynd tekin á þeim tíma sem sólin sest 24. september, sem er dagur haustjafndægurs á Íslandi. Í seríunni eru semafórfánar – einnig þekktir sem merkjafánar – látnir segja „ævarandi ljós“ á íslensku og ensku. Þessir fánar eru fyrst og fremst notaðir á skipum og bátum til samskipta í neyð. Hver fánastaða táknar mismunandi bókstaf í stafrófinu.

„Ævarandi ljós“ er ósk til annarra og þrá fyrir okkur sjálf. Á tímum myrkurs, bæði bókstaflega og tilfinningalega, þegar þráin er mest eftir ljósinu, hvar finnum við það þá? Hvergi nema í öðrum manneskjum í kringum okkur, í fólkinu sem mun skína ljósi sínu á okkur og vísa okkur leiðina út úr myrkrinu. – Kærar þakkir til ArtsIceland og samfélagsins á Ísafirði.

Maria Möller (Bandaríkin) er þverfagleg listakona með aðsetur í Fíladelfíu sem skilur frásögn frá staðreyndum og túlkar hvernig saga og staður geta endurspeglað innstu þrá okkar og sameiginlegar vonir. Með rætur og bakgrunn í leikhúsi og sjónrænan orðaforða í ljósmyndun, fela samstarfsverkefni hennar í sér staðbundnar innsetningar, þátttökugjörninga og samfélagsmiðaða viðburði.

DEILA