Forseti Íslands: ræðir við formenn allra flokka

Forseti Íslands segir í yfirlýsingu að í morgun hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gengið á hennar fund og lagt fram tillögu um þingrof og í kjölfarið almennar kosningar til Alþingis í lok nóvember. Samkvæmt tillögu ráðherra situr ríkisstjórnin fram til kosninga.

„Ég hef átt samtöl við forsætisráðherra síðustu daga og í gærkvöldi ræddi ég við formenn hinna stjórnmálaflokkanna sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn. Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða einnig við formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni.“

DEILA