Fjórðungsþing: þrjár vegaframkvæmdir í forgang

Unnið að vegagerð á Dynjandisheiði í lok febrúar 2024. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var um síðustu helgi, lýsti yfir „miklum vonbrigðum með frestun útboða á árinu 2024, verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun samgönguáætlunar og ítrekuð loforð innviðaráðherra um samhangandi framkvæmdir á Dynjandisheiði og Gufudalssveit.“

Þingið skoraði á innviðaráðherra og Alþingi setja í forgang eftirfarandi þrjú verkefni:

  • Tryggt verði fjármagn til nýframkvæmda til að ljúka við næsta áfanga í vegagerð um
    Dynjandisheiði og verkefninu verði lokið á árinu 2025.
  • Tryggt verði fjármagn til nýframkvæmda til að hefja útboð til brúarsmíði yfir Gufufjörð
    og Djúpafjörð á árinu 2025 og miðað við að verkefninu sé lokið 2026.
  • Tryggt verði fjármagn til endurbóta og nýframkvæmda á Strandavegi norður í
    Árneshrepp, minnt er hér á fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir í sveitarfélaginu.

Í annarri ályktun þingsins er því beint til stjórnvalda að fjármagn verði tryggt til vegaframkvæmda í samræmi við framkvæmdaáætlun um Bíldudalsveg nr. 63 niður Trostansfjörð að Bíldudalsflugvelli, og að sú framkvæmd verði í beinu framhaldi af næsta áfanga um Dynjandisheiði.

DEILA