Fjórðungsþing hefst á morgun – nýr formaður kosinn

Jóhanna Ösp Einarsdóttir bóndi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi er fráfarandi stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga

Fjórðungsþing Vestfirðinga hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þingið er að þessu sinni haldið að Laugarhóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu.

Kosin verður ný stjórn og ljóst er að nýr formaður verður kosinn. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti í Reykhólahreppi hefur verið formaður stjórnar síðustu fjögur ár og er því ekki kjörgeng áfram í það embætti.

Seturétt eiga allir sveitarstjórnarmenn og þingið er opið þeim sem vilja hlýða á það. Það hefst kl 11 í fyrramálið.

Umfjöllunarefni þingsins á morgun er kynning á Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 og vinnustofa um framtíðarsýn Vestfjarða sem lið í gerð vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2029.

Fyrir þinginu liggja tillögur um 19 ályktanir, þar af sjö um samgöngumál.

DEILA