Fjölmenni í messu og kaffi Bolvíkingafélagsins

Bolvíkingafélagið í Reykjavík stóð fyrir veglegu kaffihlaðborði í safnaðarheimili Bústaðakirkju á sunnudaginn. Á annað hundrað manns mættu fyrst í messu og svo í kaffið á eftir. Nýkjörin stjórn félagsins stóð fyrir samkomunni og Kristján B. Ólafsson, formaður félagsins kynnti starfið framundan. Næst á dagskránni er að halda jólahlaðborð í Skíðaskálanum í Hveradölum í nóvember næstkomandi. Verður það betur auglýst þegar nær dregur.

Það voru aldeilis ekki skornar við nögl veitingarnar sem kaffinefndin bauð upp á og að gömlum og góðum sið var sungið yfir kaffinu kunnugleg lög sem Bolvíkingar gjarnan syngja þeir þeir koma saman. Það var prestsonurinn Þorgils Þorbergsson sem stjórnaði söngnum.

Ólafur Kristjánsson fyrrv. bæjarstjóri fremst með söngblöðin.

Kaffinefndin.

Fjölmennt var í kaffinu.

Kaffihlaðborðið.

Þarna hittust þrír samstarfsmenn á Alþingi um árabil. F.v. Kristján Möller, Sigrún Þórisdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson.

Frá messunni.

Myndir: Kristján B. Ólafsson.

DEILA