Endurskoða á fyrirkomulag sóknargjalda

Hólskirkja í Bolungarvík

Í september skipaði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, starfshóp undir forystu Kristrúnar Heimisdóttur, sem hefur það hlutverk að endurskoða fyrirkomulag sóknargjalda.
Aðrir í starfshópnum eru Gísli Páll Pálsson, Ingvar Smári Birgisson og Sólrún Halldóra Þrastardóttir.

Mælt er fyrir innheimtu sóknargjalda í lögum Þrátt fyrir að lögin kveði á um hvernig sóknargjöldin skulu reiknuð ár hvert hefur niðurskurður sóknargjalda verið viðvarandi síðustu ár.

Frá árinu 2008 hafa árlega komið inn bráðabirgðaákvæði í fyrrgreind lög sem kveða á um lægri sóknargjöld en upprunaleg ákvæði laganna gera ráð fyrir.

Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvort nauðsynlegt sé að breyta lögunum eða framkvæmdinni, og eftir atvikum að gera tillögur að fjárhæð sóknargjalda með hliðsjón af þörfum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga en einnig rekstri ríkissjóðs.

DEILA