Edimborgarhúsið: Man in the Wild – kvikmynd með lifandi tónlist – og myndakynningu

Sóló sjókajak, Ísland og víðar. 4. nóvember – Edinborg, Ísafirði

Jaco Benckhuijsen er sóló kajakræðari og tónlistarmaður frá Hollandi. Hann hefur farið margar langar ferðir meðfram ströndum Íslands, Grænlands, Papúa, Hornhöfða, Máritaníu og Alaska.

Um þessar ferðir gerði Jaco kvikmynd og samdi tónlist við hana. Ásamt slagverksleikaranum Joost Lijbaart (einnig frá Hollandi) færir hann myndina, með lifandi tónlist, til Íslands. „Á klukkutíma tónleikum með píanói, raftækjum og slagverki færa kvikmyndamyndirnar og lifandi tónlist þér fegurð og undur villtra hafsins, séð frá pínulitlum kajak“ segir í kynningu. Stór hluti myndarinnar kemur frá Íslandsströndum (Vestfjörðum, Snæfellsnesi, Suðurströnd). Þar sýnir hann fegurð og undur hafsins, séð frá pínulitlum kajak.

Fyrir tónleikana mun Jaco flytja myndkynningu (á ensku), um ferðir sínar um heiminn, fólkið sem hann hitti og hagnýtu hliðina á ævintýrum hans.

Allir velkomnir á þennan margmiðlunarlistaviðburð!

www.jacobenckhuijsen.com/iceland

DEILA