Bolungavík: ástarvikan byrjar á morgun

Ástarvikan í Bolungavík hefst á morgun, sunnudag og stendur fram á laugardaginn 2. nóvember.

Alls konar ást

Þema ástarvikunnar í ár er „Alls konar ást“ þar sem ástinni er fagnað í öllum sínum myndum – vinátta, fjölskyldubönd, rómantísk ást, ásamt ást á náttúrunni, gæludýrum, bæjarfélaginu og ástríðu fyrir áhugamálum. Fögnum fjölbreytileikanum sem ástin hefur upp á að bjóða, og sköpum rými til að tjá ást á margvíslegan hátt.

„Ást í fókus“ – ljósmyndakeppni sem fagnar ástinni

Í ár verður ljósmyndakeppni í ástarvikunni sem hefur það markmið að fanga fjölbreyttar birtingarmyndir ástarinnar í samfélagi Bolungarvíkur sem endurspeglar kærleika, vináttu, fjölskyldutengsl og samkennd í okkar nærumhverfi.

Keppnin mun standa yfir frá 25.10 til 1.11, og allir íbúar Bolungarvíkur eru hvattir til að taka þátt með því að deila sínum persónulegu myndum af ást og væntumþykju.

Öll geta tekið þátt, eins oft og þau vilja, og við hvetjum ykkur til að vera skapandi og hugsa út fyrir kassann!

Myndirnar verða metnar af dómnefnd og í lok vikunnar, á lokahófi Ástarvikunnar, verða sigurvegarar tilkynntir. Vegleg verðlaun í boði fyrir efstu 3 sætin!

Svona tekur þú þátt:
Astarvikan-3-

Góðverkakassinn

Dreifum kærleik og góðvild með smáum eða stórum góðverkum!

Góðverkakassinn verður í Musteri vatns og vellíðunar og hann verður einnig á viðburðum Ástarvikunnar frá og með 25.10 til 1.11, en einnig verður hann á rafrænu formi, þannig að bæjarbúar geti skráð góðverk sín á þann hátt sem þeim hentar best.

Með góðverkakassanum viljum við skapa jákvætt andrúmsloft í Bolungarvík og minna á mikilvægi þess að sýna öðrum umhyggju. Við viljum undirstrika að góðvild er einföld en áhrifarík leið til að styrkja félagsleg tengsl og auka kærleika í samfélaginu.

Svona notar þú góðverkakassann:

  • Gerðu góðverk, eða taktu eftir því ef einhver gerir góðverk.
  • Skráðu góðverkið hér eða settu það í góðverkakassa í Musteri vatns og vellíðunar eða á viðburðum Ástarvikunnar

Dagskrá

Með fyrirvara um breytingar

Sunnudagur 27. október

18:00 Setning Ástarvikunnar á snjóflóðarvarnargörðunum.

Mánudagur 28. október

17:00 Kærleiksganga með heilsubænum um Bolungarvík. Endað í kakói í Einarshúsinu.

Þriðjudagur 29. október

20:00 Yin yoga með Ingibjörgu Andreu.

Fimmtudagur 31. október

16:00-22:00 Konukvöld á Snyrtistofunni Mánagull. Frábær tilboð á vörum og þjónustu.
16:00-22:00 Spila- og föndurstund í Bókakaffi Bolungarvíkur og Drymlu.

Föstudagur 1. nóvember

19:00-21:00 Sundlaugarbíó í Musteri vatns og vellíðunar.
20:15-21:15 Hraðstefnumót (speed dating) á Verbúðinni
18:00-21:00 Hamborgarakvöld á Einarshúsinu, Happy hour milli 17:00-19:00. Tilvalið að bjóða ástinni út að borða!

Laugardagur 2. nóvember

14:00 Lokahóf í sal Grunnskóla Bolungarvíkur – öll velkomin!

  •  Kaffi í boði
  • Sigurvegarar „Ást í fókus“ kynntir

18:00-21:00 Hamborgarakvöld á Einarshúsinu, Happy hour milli 17:00-19:00. Tilvalið að bjóða ástinni út að borða!

DEILA