Bjarki: styður laxeldi – ekki hlynntur banni við eldi á frjóum laxi ef það er ómögulegt

Skjáskot úr Morgunblaðinu í morgun.

Björn Bjarki Þorsteinsson, sem skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann styðji laxeldi sem sé lífæðin víða á Vestfjörðum. Hann kveðst ekki hlynntur því að bannað verði að halda frjóum laxi í sjókvíum á Íslandi eftir tíu ár, það sé það krafa sem eldisgreininni er ómögulegt að uppfylla.

Á miðvikudaginn vísaði Björn Bjarki til umsagnar Húnaþings vestra í viðtali á bb.is. Þar væru nefnd atriði sem taka mætti til hliðsjónar.

Eitt þeirra atriði er að bannað verði innan 10 ára að rækta frjóan lax.

Björn Bjarki hefur nú bætt við það svar sitt að hann sé ekki hlynntur þessari kröfu ef það sé ómögulegt að uppfylla hana. Hann segist ekki átta sig á því hvort þetta sé yfirhöfuð raunhæf krafa.

DEILA