Skipulags- og framkvæmdaráð Vesturbyggðar hefur fengið erindi frá Ísenska kalkþörungafélaginu þar sem óskað er eftir urðunarsvæði til að urða basaltsand sem fellur til við hreinsun á kalkþörungum úr Arnarfirði.
Basaltsandur er svartur sandur sem af og til kemur með kalkörungum við dælingu í Arnarfirði. Efnið síast frá við vinnslu þörunganna og verður því sem næst hreinn sandur.
Fyrirtækið þarf að geta urðað sandinn reglulega því annars safnast hann upp í stórum sekkjum. Óskað var þvó eftir svæði til þess að urða sandinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að samþykkt verði að urða u.þ.b. 350 rúmmetrar af basaltsandi á svæði við Járnhól sem ætlað er undir jarðveg og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.