Besta deildin: úrslitaleikur á morgun

Á morgun fara fram síðustu leikirnir í Bestu deildinni karla og þá ræðst endanlega hvaða lið halda sæti sínu í deildinni og hvaða lið falla í Lengjudeilina.

Fylkir er þegar fallið en Vestri og HK berjast um að forðast hitt fallsætið. Eins og stendur er Vestri með áframhaldandi sæti í deildinni en HK hefur jafnmörg stig. Leikirnir á morgun skera því úr um það hvort þeirra heldur sæti sínu.

HK á útileik og leikur við KR í Vesturbæum en Vestri leikur á Kerecis vellinum á Torfnesi og fær Fylki í heimsókn.

Með sigri tryggir Vestri sæti sitt og áframhaldandi veru í Bestu deildinni óháð því hvernig HK reiðir af í sínum leik þar sem markatala Vestra er mun betri en HK og það ræður úrslitum ef liðin eru jöfn að stigum.

Vinni Vestri ekki sinn leik þá getur svo farið að HK sleppi við fall ef liðið vinnur sinn leik.

Svo það er alger úrslitaleikur fyrir Vetsra á morgun á Kerecis vellinum kl 14.

Áfram Vestri.

Staðan í neðri hluta deildarinnar fyrir síðustu umferðina sem verður leikin á morgun. Tvö neðstu liðin falla.

DEILA