Bára SH 27 hét upphaflega Sandvík SK 188 og var smíðuð á Ísafirði 1996 hjá Skipasmíðastöðinni hf. fyrir útgerðarfyrirtækið Tind ehf. á Sauðárkróki.
Árið 2001 var báturinn seldur til Stykkishólms þar sem hann verður Sandvík SH 53. Hann var lengdur árið 2005 og árið 2008 er hann orðinn SH 4.
Sandvík SH 4 var seld norður á Hauganes vorið 2013 og hét báturinn áfram Sandvík en var þá EA 200.
Haustið 2016 keyptur til Hellisandi og fékk nafnið Bára SH 27sem hann ber enn þann dag í dag.
Bára er 44 BT að stærð og frá árinu 2019 er heimahöfnin Rif.
Það er Royal Iceland hf. sem á og gerir bátinn út í dag.
Af vefsíðunni skipamyndir.com