Arctic Fish: 40 tonn af laxi í þotu til Bandaríkjanna

Þota frá Iceland Cargo.

Vestfirska laxeldifyrirtækið Arctic Fish sendi í gær 40 tonn af eldislaxi sem slátrað var þann dag af stað suður í flug í dag til Bandaríkjanna. Þotan flýgur full af laxi beint inn á JFK flugvöll í New York.

Þannig verða 40 tonn af laxi sem slátrað var í Bolungarvík í gær komin í búðir, jafnvel á Manhattan, um helgina segir í frétt á vef fyrirtækisins.

Kynningarefni um laxavinnsluna Drimlu í Bolungavík á ráðstefnu Lagarlífs í Hörpu í vikunni.

DEILA