Í vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða þann 11.október mun Þorsteinn Másson halda erindi sem nefnist „Áhrif orkuskipta á vestfirskar hafnir“.
Orkuskipti í sjávartengdri starfsemi munu hafa veruleg áhrif á orkuþörf, innviði og skipulag hafna. Þetta á sérstaklega við um hafnir á norðlægum slóðum sem byggja afkomu sína á sjávartengdri starfsemi. Þorsteinn Másson framkvæmdastjóri Bláma fer yfir möguleg áhrif, áskoranir og tækifæri sem fylgja þessari þróun.
Þorsteinn Másson er menntaður vélstjóri og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Þorsteinn er með bakgrunn úr sjávarútvegi og fiskeldi og hefur verið framkvæmdastjóri Bláma í 3 ár.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10.
Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér :https://eu01web.zoom.us/j/69947471079