Æfðu viðbrögð við bráðamengun í hafi

Árleg bráðamengunaræfing Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu fór fram í Reyðarfirði fimmtudaginn 17. október 2024.  Hafnaryfirvöld á Reyðarfirði og Heilbrigðiseftirlit Austurlands tóku einnig þátt í æfingunni. 

Mengunarvarnargirðing um borð í varðskipinu Þór var dregin út með aðstoð dráttarbátsins vattar og olíuupptökutæki (e. skimmer) varðskipsins var sett út innan girðingar. Í kjölfarið var mengunarvarnargirðing hafnarinnar dregin út í kringum skip í Reyðarfjarðarhöfn.

Þá var farið yfir þann mengunarvarnarbúnað sem er til staðar í höfninni og kynntar aðferðir við sýnatökur á olíumengun með sýnatökubúnaði í eigu Umhverfisstofnunar.

Æfingar sem þessar eru mikilvægar til að æfa samskipti á milli viðbragðsaðila, þjálfa notkun á mengunarvarnabúnaði og athuga ástand búnaðarins.

DEILA