Í óveðrinu á fimmtudaginn í síðustu viku var báturinn í Vigur nærri sokkinn. Hann var við bryggju og gekk veðrið og sjórinn yfir hann. Var kallað á Kobba Láka, björgunarbát björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungavík til aðstoðar. Gengu björgunaraðgerðir að sögn Birgis Lofts Bjarnasonar vel og var báturinn dreginn til Súðavíkur.
Bátarnir komnir inn í Álftafjörðinn.
Myndir: aðsendar.