Vesturbyggð: heimastjórnir vilja Suðurfjarðagöng

Mynd úr jarðgangaskýrslu Vegagerðarinnar frá júní 2023.

Heimastjórnir Tálknafjarðar og Arnarfjarðar taka báðar undir ályktun heimastjórnar Patreksfjarðar frá 04.09.2024 og ítreka nauðsyn þess að farið verði í rannsóknir og undirbúning Suðurfjarðaganga sem allra fyrst. „Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarna i sveitarfélaginu allt árið um kring þar sem um eitt vinnusóknarsvæði er að ræða og umferð mikil um gamla og illafarna fjallvegi.“ segir heimastjórn Tálknafjarðar.

Heimastjórn Arnarfjarðar segir í sinni ályktun að íbúar „á Bíldudal búi við verulegar takmarkanir á samgöngum yfir vetrartímann þar sem yfir 530 metra háan fjallveg er að fara á Hálfdán og oft erfið færð þar en sækja þarf alla neyðarþjónustu læknis og annarra viðbragðsaðila svo sem sjúkrabíls og slökkviliðs yfir þann fjallveg. Í því sambandi má benda á að sjúkrabílar í Vesturbyggð eru staðsettir á Patreksfirði og við bestu aðstæður tekur lágmark 30 mín. að komast til Bíldudals.Auk þess ítrekar heimastjórn Arnarfjarðar nauðsyn þess að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi á Bíldudalsflugvelli sem er sjúkraflugvöllur svæðisins.“

DEILA