Vestri karfa: 12 leikmenn skrifa undir samning

Vestri haustið 2024. Mynd: Baldur Ingi Jónasson.

Það hafa 12 leikmenn skrifað undir samning hjá KKD Vestra fyrir komandi tímabil.  Það er ánægjulegt að 10 af þessum leikmönnum koma úr yngri flokka starfi félagsins.  Í hópnum eru einnig 2 eldri reynsluboltar sem hafa reynslu frá KFÍ tímanum einnig bæst í hópinn og verða þeir með eftir bestu getu, en það eru þeir Helgi Dan Stefánsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson.   Það eru þrír ungir og efnilegir leikmenn sem spila í 11. flokki félagsins komnir inn í æfingahópinn, þeir Stefán Albertsson, Árni Árnason og Haukur Fjölnisson og voru þeir að skrifa undir sínu fyrstu leikmanna samninga við félagið.  Litlu eldri eru Hjálmar Jakobsson, Frosti Gunnarsson, Jón Shiransson, Elmar Baldursson og Magnús Birgisson. Þá fluttist til svæðisins Kjartan Þorsteinsson frá Þorlákshöfn og er hann í Menntaskólanum á Ísfirði. Egill Fjölnisson hefur svo tekið fram skóna á ný eftir nokkurra ára hlé frá körfubolta.

Reinis Vilks, fyrrum atvinnumaður í körfuknattleik, sem var íþróttakennari á Patreksfirði flutti til Ísafjarðar, og kennir nú íþróttir á Þingeyri, þjálfar 11. flokk félagsins og er þjálfari í íþróttavali í menntaskólanum verður einnig leikmaður meistaraflokksins. Það er mikilvæg fyrir ungan kjarna að hafa reynslubolta til að styðja við liðið.

Birgir Örn Birgisson mun þjálfa liðið.   Hann hefur unnið gott starf með stórum kjarnahópi af liðinu og þekkir leikmenn liðsins talsvert vel, enda unnið gott starf í yngri flokka þjálfun hjá félaginu um ára bil.

Liðið var í efsta sæti í 2. deildinni í fyrra en tapaði í úrslitaeinvíginu.   

Fyrsti leikur er föstudaginn 20. September kl 20.00 á móti Laugdælum.

DEILA