Vestfirðir: hætta í Earth check umhverfisstjórnunarkerfinu

Ráðhús Vesturbyggðar.

Framkvæmdaráð Earth check umhverfisvottunarinnar, sem skipað er fulltrúum allar sveitarfélaganna á Vestfjörðum samþykkti í vor að hætta þáttöku í EarthCheck kerfinu og skoða aðra valkosti fyrir fjórðungsþing haustið 2024.

Ráðið segir að EarthCheck kerfið hafi aldrei virkað sem stjórntæki sveitarfélaganna í ákvarðanatöku sinni og því aldrei virkað sem umhverfisstjórnunarkerfi eins og því var ætlað.

Mikil gerjun sé í umhverfismálum hjá sveitarfélögum á Íslandi og á Vestfjörðum sem endurspeglast í gerð
svæðisáætlunar um úrgang og gerð loftslags- og orkuskiptaáætlana (loftlagsstefna). Þessi gerjun bjóði upp á ný tækfæri í rafrænu grænu bókhaldi og öðrum tækjum til umhverfisstjórnunar sem mögulegt væri að innleiða einfaldari og áhrifaríkari hátt en EarthCheck.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti að taka undir tillögu framkvæmdaráðs Earth Check og fól starfsmönnum og framkvæmdaráði að hefja undirbúning að nýju umhverfisstjórnunarkerfi í samráði við sveitarfélögin á Vestfjörðum.

Sveitarfélögin hafa síðan verið að taka þessar tillögur fyrir. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í síðustu viku að hætta í verkefninu Earth Check.

DEILA