Þrjátíu félög kynntu starf sitt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær. Ísafjarðarbær, Bolungavíkurkaupstaður og Vestfjarðastofu efndu til kynningar félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum. Félagasamtök og íþróttafélög kynntu starf sitt.
Þar mátti finna björgunarsveitir, kvenfélög, félag eldri borgara, karlakór, leikfélag, ferðafélag, slysavarnarfélag og íþróttafélög svo nokkuð sé nefnt.
Viðburðurinn var fjölsóttur og gestir sýndu kynningarefni mikinn áhuga.
Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ var ánægð með hvernig til tókst. Hún sagði að aðsóknin hefði verið mjög góð, hefði raunar farið fram úr björtustu vonum. „Það var gaman að sjá hvað var mikill metnaður hjá einstökum félögum sem sýndi m.a. með ýtarlegu og vel unnu kynningarefni.“
Dagný kvaðst gera ráð fyrir að kynningin yrði endurtekin að ári en síðan yrði þetta á tveggja ára fresti. Það voru nokkur félög sem ekki voru með núna en Dagný bjóst við að mörg þeirra yrðu með á næsta ári.
Karlakórinn Ernir var með kynningarbás og fulltrúar kórsins klæddu sig upp.
Björgunarfélag Ísafjarðar lét sitt ekki eftir liggja.
Litli leikklúbburinn .
Íþróttafélagið Ívar.
Félag eldri borgara á Ísafirði.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.