Í síðustu viku voru nýir samningar um Aflamark Byggðastofnunar á Hólmavík, Drangsnesi og Suðureyri undirritaðir í vinnsluhúsnæði samningsaðila.
Samningarnir eru til næstu sex fiskveiðiára og fela í sér áframhaldandi samstarf stofnunarinnar við vinnslu- og útgerðaraðila í viðkomandi byggðarlögum.
Tilgangurinn er sem áður að styrkja byggðafestu í byggðarlögunum með stuðningi í formi árlegs aflamarks sem stofnunin afhendir samningsaðilum gegn skuldbindingum þeirra um veiðar og vinnslu, viðhald og/eða fjölgun starfa og annan stuðning við nærsamfélagið.