Undirritun nýrra samninga um Aflamark Byggðastofnunar

Einar Valur Kristjánsson, Óðinn Gestsson, Arnar Már Elíasson, Þórður Emil Sigurvinsson

Í síðustu  viku voru nýir samningar um Aflamark Byggðastofnunar á Hólmavík, Drangsnesi og Suðureyri undirritaðir í vinnsluhúsnæði samningsaðila.

Samningarnir eru til næstu sex fiskveiðiára og fela í sér áframhaldandi samstarf stofnunarinnar við vinnslu- og útgerðaraðila í viðkomandi byggðarlögum.

Tilgangurinn er sem áður að styrkja byggðafestu í byggðarlögunum með stuðningi í formi árlegs aflamarks sem stofnunin afhendir samningsaðilum gegn skuldbindingum þeirra um veiðar og vinnslu, viðhald og/eða fjölgun starfa og annan stuðning við nærsamfélagið.

Frá undirritun á Drangsnesi: Halldór Logi Friðgeirsson, Arnar Már Elíasson og Óskar Torfason.
Frá undirritun á Hólmavík: Reinhard Reynisson, Sigurður Árnason, Björk Ingvarsdóttir og Arnar Már Elíasson. 
DEILA