Alls voru 79.992 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. september sl. og fjölgaði þeim um 5.569 einstaklinga frá 1. desember 2023 eða um 7,5%.
Samtals eru búsettir erlendir ríkisborgarar frá rúmlega 170 löndum á Íslandi
Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 744 eða 18,9% og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 231 eða 42,9%.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 941 og eru nú 26.553 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.
Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.393 einstaklinga eða um 0,4%.