Þjóðtrúarkvöldvaka um illsku og ofbeldi í Sauðfjársetrinu

Krassandi og kynngimögnuð þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 7. september og hefst kl. 21.

Þjóðfræðingar miðla fróðleik og krassandi hryllingssögum og Agnes Jónsdóttir frá Hólmavík sér um viðeigandi tónlistaratriði.

Eftirtalin erindi, bæði stutt og „skemmtileg“, verða flutt á kvöldvökunni:

# Rósa Þorsteinsdóttir: Fullur skór af blóði. Ofbeldi í ævintýrum.
# Dagrún Ósk Jónsdóttir: Járnteinar og töfraspeglar: Útilegumenn og heimilisofbeldi í íslenskum sögnum.
# Jón Jónsson: Þumalskrúfur og gapastokkar: Viðurkenndar pyntingar fyrr á tímum.

Einnig verður boðið upp á yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð sem Ester Sigfúsdóttir töfrar fram.

DEILA