Þingeyri: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti styrkir fráveituframkvæmdir um 30% af kostnaði

Fyrirhugguð staðsetning við Vitann.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt Ísafjarðarbæ formlega um veitingu á styrk til framkvæmda við fráveitur í sveitarfélaginu á þessu ári. Styrkfjárhæðin nemur 30% af staðfestum heildarkostnaði vegna framkvæmda á árinu 2024.

Fram kemur í gögnum bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að um er að ræða fráveituframkvæmd á Þingeyri og uppsetningu hreinsistöðvar. Styrkfjárhæðin er 30.598.714 kr.

Bæjarráðið fagnaði styrkveitingunni.

Greint var frá því fyrr í sumar að framkvæmdir væru hafnar við skolphreinistöðina á Þingeyraroddanum. Hún er í 20 feta gám á svæði við hliðina á vitanum, Víkinga svæðinu og um 55 metra frá tjaldsvæðinu. Það var umdeilt en Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri sagði þá að svigrúm væri til þess að færa stöðina innan lóðarinnar.

DEILA