Nýlagt malbik á Suðurtanga er til skoðunar. Það var lagt í töluverðri úrkomu og Jóhann B. Helgason, eftirlitsmaður Ísafjarðarbæjar segir að alveg líklegt að það hafi skemmst.
Jóhann segir að undirlagið sé ekki nægilega gott. „Gatan var gerð fyrir nokkrum árum síðan og því var bara sett 15 cm burðarlag á götuna, það hefði þó mátt vera betra. Hins vegar virðist gatan fljóta ofan á sandinum, við tókum ekki eftir þessu fyrr en rétt fyrir malbik.“
Hann segir að rigningin hafði þar áhrif en svæðið er að þorna og þetta líti betur út núna.
Aðspurður hver muni bera kostnaðinn af skemmdum ef þær hafa orðið segir Jóhann að það eigi eftir að skoða það, það sé verið að skoða malbikið og sjá til hvort það verði í lagi.