Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses leyfi til þess að veðsetja lóð og 40 íbúðir að Fjarðarstræti 20 Ísafirði fyrir lánum frá Húsnæðissjóði að fjárhæð 682 m.kr.
Byggingarkostnaður var um 1,2 milljarður króna. Stofnframlög fengust frá ríkinu 18% af kostnaði og Ísafjarðarbæ 12%, samtals um 400 m.kr. auk þess sem sérstakt byggðaframlag 189 m.kr. var veitt. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lánar það sem upp á vantar til langs tíma og gert er ráð fyrir að húsleiga standi undir láninu og rekstri húsanna.