Stórfellt laxeldi áformað í Fjallabyggð

Mynd af Trölli.is

Hug­mynd­ir eru uppi um eldi á ófrjó­um laxi í Fjalla­byggð og er áformað að fram­leiðslu­geta eld­is­ins verði 20 þúsund tonn ár­lega, áætluð velta 26 millj­arðar króna á ári.

Það er fyr­ir­tækið Kleif­ar fisk­eldi sem stend­ur að þessu verk­efni, en í fyr­ir­svari fyr­ir það fé­lag er Ró­bert Guðfinns­son, stofn­andi Genís og einn eig­enda Hóls­hyrnu. Einnig kem­ur Árni Helga­son verktaki í Ólafs­firði að verk­efn­inu, ásamt öðrum fjár­fest­um.

Í bréfi sem Vigdís Häsler verkefnisstjóri Kleifa fiskeldis ehf hefur skrifað sveitarfélögunum á svæðinu kemur fram eldi á laxi hafi aukist mikið á undanförnum áratugum og að útflutningsverðmæti árið 2022 hafi verðið um 49 milljarðar og að samkvæmt skýrslu Boston Consulting, sem unnin var að beiðni matvælaráðherra, verður umfang lagareldis á Íslandi um 245.000 tonn og verðmætasköpun áætluð um 242 milljarðar íslenskra króna árið 2032.

Þá segir einnig í bréfinu að forsvarsmenn Kleifa séu meðvitaðir um að forsenda þess að atvinnugreinin fái að blómstra og að nærumhverfið njóti góðs af, þá þurfi þau sveitarfélög þar sem fiskeldi fer fram og áform eru um að byggja upp atvinnugreinina, að fá sanngjarnt afgjald af auðlindinni sem sveitarfélögin og samfélög þeirra geti nýtt til innviðauppbyggingar. Núverandi kerfi með umsóknarferli í Fiskeldissjóð, sem er samkeppnissjóður, hefur ekki reynst vel og komið í veg fyrir að sveitarfélögin geti gert fjárhagsáætlanir um innviðauppbyggingu til lengri tíma þar sem ekki er hægt að treysta á stöðugt fjármagn úr sjóðnum.

Því er lagt til í samþykktum félagsins að sveitarfélögin Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur, Hörgársveit, Grýtubakkahreppur, Eyjafjarðarsveit og Akureyrarkaupstaður eiga ávallt rétt á greiðslu sem nemur samtals 10,1% af þeim fjármunum, eignum eða verðmætum sem ráðstafað er til hluthafa við útgreiðslu arðs, í réttu hlutfalli við hlutafjáreign.

DEILA