Slökkviliðsstjóri: mælir með breikkun einbreiðra ganga

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri í Ísafjarðarbæ segir aðspurður um búnað slökkviliðsins til þess að ráða við eld í jarðgöngum að slökkvilið hafi yfir að ráða sérútbúnum bíl til að fara inní reyk, svokallaðan jarðgangabíll. „Hann getur athafnað sig í reyk og þeir slökkviliðmenn sem eru inní bílnum eru tengdir við loftbanka í bílnum.“

Sigurður segir að viðbragðsáætlun segi til um að jarðgöngunum skuli lokað frá öllum stöðum og tæmd þegar eldur kemur upp. „Slökkvilið fer inn og slekkur eldinn, það er verklagið sem er í gildi í dag.“

Sigurður var spurður að því hvort nauðsynlegt væri að tvöfalda Vestfjarðagöngin.

„Slökkvilið mælir eindregið með breikkun á þessum einbreiða legg, það bætir öryggi mikið og bætir umferðaflæði í gegnum göngin.“  

DEILA